Tannréttingaklíníkin

SÝNILEG MEÐFERÐATÆKI
SÝNILEG MEÐFERÐARTÆKI
Spangir
Spangir valda vægum en stöðugum þrýstingi á tennurnar, sem að yfir langt tímabil færa þær til í rétta stöðu. Þar af leiðandi hafa spangir stöðug áhrif á tennurnar allan þann tíma sem þú ert í meðferð. Spangir eru settar saman úr tveimur megin einingum: kubbum sem límdir eru á tennurnar, og vír sem festur er á kubbana.
Hver kubbur er gerður úr stáli eða postulíni. Vírinn er beygður í þá stöðu sem endurspeglar bitið sem þú ættir að hafa, og sýnir þar af leiðandi í hvaða stöðu tennurnar þínar munu vera í eftir meðferð.
Áður en meðferð í tannréttingum hefst þarf að taka upphafsgögn.
Tennur eru skannaðar með þar til gerðum þrívíddarskanna. Einnig eru teknar ljósmyndir og röntgenmyndir, bæði yfirlitsmyndir af kjálkum og höfði en einnig smámyndir. Þessi tími tekur u.þ.b. 1 klst. Sérþjálfað starfsfólk safnar gögnunum en greiningin er í höndum tannréttingasérfræðingsins. Þegar búið er að greina gögnin, mæla stöðu kjálka og tanna, er gerð meðferðaráætlun.
Áður en spangir eru límdar á tennurnar er mælt með því að sjúklingar fari til síns tannlæknis í hefðbundið eftirlit til að tryggja að allar tennur séu heilar. Einnig er mælt með því að sjúklingar fari áfram í reglulegt eftirlit til tannlæknisins þó svo meðferð sé hafin hjá tannréttingasérfræðingi.
Ef fjarlægja þarf tennur fyrir meðferð í tannréttingum er það yfirleitt gert 2-3 vikum fyrir uppsetningu spanga. Í einstaka tilfellum eru tennur fjarlægðar eftir að spangir eru límdar upp. Skrifleg beiðni varðandi tannúrdrátt er send tannlækninum og oftast fjarlægir hann þær sjálfur.
Það tekur 2 - 3 klst. að líma spangir í báða góma. Eftir að þær eru komnar á hefst hin eiginlega tannrétting. Þegar tannrétting er hafin kemur sjúklingur á stofuna til okkar í eftirlit og strekkingu á 4 – 8 vikna fresti.
Tannrétting er dýr og flókin meðferð. Tannréttingasérfræðingurinn stjórnar meðferðinni en góður árangur byggist á góðu samstarfi milli sjúklings og tannréttingasérfræðingsins. Til þess að meðferð gangi vel og ljúki farsællega er nauðsynlegt að sjúklingar fylgi þeim leiðbeiningum sem settar eru fyrir þá.
Tannhirða er tímafrekari þegar spangir eru á tönnunum en ákaflega mikilvæg. Slæm tannhirða getur tafið fyrir færslu tannanna og þannig lengt meðferðina.
Mælt er með notkun á tannþræði og flúorskoli til viðbótar við hefðbundna tannhirðu.
Tími með spangir
Tannréttingameðferð með föstum tannréttingatækjum (spöngum/teinum) tekur 2 - 3 ár fyrir flesta, en lengur við sérstakar aðstæður.
Meðferð í tannréttingum með spangir tekur lengri tíma ef tannhirða er ekki nægilega góð. Slæm tannhirða getur tafið fyrir færslu tannanna og þannig lengt meðferðina. Algengt er einnig að nota þurfi teygjur eða góma á meðan á meðferð stendur. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum er það varðar til að hægja ekki á tannréttingunni.
Líf með spangir
Almenn óþægindi, aumur munnur og viðkvæmar tennur. Þetta er algeng tilfinning þegar þú ert nýbúin/nn að fá spangir eða nýkomin/nn úr strekkingu, og getur varað í 3-5 daga. Hægt er að minnka óþægindin með því að skola munninn með volgri saltvatnslausn. Leystu upp eina teskeið af salti í 200ml af vatni. Einnig geturðu tekið verkjalyf, svipuð og tekin eru venjulega fyrir höfuðverk og öðrum mildum sársauka.
Ef óþægindi verða óbærileg þá best að skoða neyðartilfelli.
